Tæplega 70 m/s hviða í Hamarsfirði seinustu nótt

brimrun4_wb.jpgNýr vindmælir á þekktum hviðustað við Sandbrekkur í Hamarsfirði mældi seinustu nótt vindhviðu upp á 69 metra á sekúndu. Lítið ferðaveður hefur verið á Austurlandi í dag.

 

Um tveir mánuðir er síðan mælirinn var settur upp en staðurinn þykir mjög varhugaverður fyrir umferð þegar veðrið er í þeim ham sem það hefur verið undanfarinn sólarhring. Hviðan mældist á sjötta tímanum í morgun.

Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur, skrifaði um staðinn og hviðuna á veðurbloggi sínu í morgun en þessi fjögurra kílómetra kafli þykir sérstaklega varhugaverður í norðan og norðvestanáttum.

„Á honum mestöllum verður snarvitlaust veður í N- og NV-átt og bílar hafa oft fokið út af veginum. Sérstaklega er hann varhugaverður sá vegkafli, sem næstur er fjarðarbotninum um Sandbrekkur. Fjallaköst frá fjarðarbotninum og koma hnútarnir allt eins af hafi þ.e. úr suðvestri. 

Þess skal getið að þjóðvegurinn hefur nýlega verið færður á mestöllum þessum kafla, en þó er vegstæðið nokkurn veginn á sama stað í botninum norðan við brúna og áður var. Þar er mælirinn einmitt þar sem hnútarnir þykja hvað harðastir á þessum slóðum.“

Veðrið er víða farið að ganga niður í fjórðungnum en ekkert hefur verið flogið til Egilsstaða í dag. Veðurstofan varar við snörpum hviðum, einkum við fjöll, á Suðausturlandi fram eftir kvöldi. Veðrið er farið að ganga niður í norðurhlutafjórðungsins en Veðurstofan gerir ráð fyrir að við Lómagnúp og  sunnan undir Vatnajökli, Lóni og í Hamarsfirði taki að lægja í kvöld upp úr klukkan níu í kvöld.

Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni er snjóþekja og skafrenningur á Fagradal, þungvært um Vatnsskarð og ófært yfir Fjarðarheiði, Breiðdalsheiði, Öxi og Hellisheiði. „Alle ekki ferðaveður" er sagt í Hamarsfirði.

Þá má búast við töfum í Oddsskaðarsgöngum frá klukkan ellefu í kvöld og fram eftir nóttu vegna viðgerða á hurð.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.