Tor Arne Berg nýr forstjóri Fjarðaáls

Norðmaðurinn Tor Arne Berg verður næsti forstjóri Alcoa-Fjarðaáls. Hann er í dag forstjóri Alcoa Lista í Farsund í Noregi.

Þetta kemur fram í tilkynningu sem Fjarðaál sendi frá sér í hádeginu.

Tor Arne hefur starfað hjá Alcoa frá árinu 2011. Meðal annars hefur hann verið framkvæmdastjóri steypuskála hjá Lista, svo og framkvæmdastjóri innkaupa þar.

Áður en hann tók við forstjórastarfinu hjá Lista vorið 2017 stýrði hann starfsemi steypuskála í Evrópu og Ástralíu. Í því starfi var hann meðal annars yfirmaður framkvæmdastjóra steypuskála hjá Fjarðaáli.

Tor Arne kemur til starfa á Reyðarfirði um mánaðarmótin september/október. Magnús Þór Ásmundsson, fráfarandi forstjóri, lét af störfum í lok júlí að eigin ósk. Smári Kristinsson er starfandi forstjóri.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.