Tólf manns gefa kost á sér í forvali VG

Tólf einstaklingar gefa kost á sér í forvali Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs í Norðausturkjördæmi fyrir komandi þingkosninga. Þrjú lýsa yfir framboð í oddvitasætið.

Frestur til að skila inn framboðum rann út á laugardagskvöld. Kjörstjórn fundaði með frambjóðendum í gærkvöldi og staðfesti síðan listann.

Eftirtalin gefa kost á sér:

Angantýr Ásgeirsson, sálfræðinemi, Akureyri.
Ásrún Ýr Gestsdóttir, nemi, Akureyri.
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, Alþingismaður, Ólafsfirði, 1. sæti.
Cecil Haraldsson, fyrrverandi sóknarprestur, Seyðisfirði, 4.-5. sæti.
Einar Gauti Helgason, matreiðslumeistari, Akureyri.
Helga Margrét Jóhannesdóttir, hjúkrunarfræðingur og meistaranemi, Eyjafjarðarsveit.
Ingibjörg Þórðardóttir, framhaldsskólakennari, Neskaupstað. 1 – 2 sæti.
Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir, varabæjarfulltrúi, Akureyri, 3. sæti.
Jódís Skúladóttir, lögfræðingur, verkefnastjóri og sveitarstjórnarfulltrúi, Múlaþingi 2. sæti.
Kári Gautason, framkvæmdastjóri í fæðingarorlofi, Reykjavík, 2. sæti.
Óli Halldórsson, forstöðumaður, Húsavík, 1. sæti.
Sigríður Hlynur Helguson Snæbjörnsson, bóndi, Þingeyjarsveit.

Kosið verður rafrænt 13. – 15. febrúar.

Þá var í gærkvöldi ákveðið að halda þrjá rafræna málefnafundi með frambjóðendum, sem verða sem hér segir.

Laugardag 6. febrúar kl. 11:00
Miðvikudag 10 febrúar kl. 20:00
Laugardag 13. febrúar kl. 11:00

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.