Tófan Snæja er heimilisvinur á Mjóeyri

Fjölskyldan á Mjóeyri rétt utan Eskifjarðar er með nokkuð óvenjulegt gæludýr eða heimilisvin en það er tófan Snæja. Hún unir hag sínum vel á staðnum og kemur reglulega í mat. Fjallað er nánar um Snæju í blaðinu Austurglugginn sem kom út í dag.

„Við höfum tekið að okkur yrðling á hverju vori undanfarin ár og alið hann upp yfir sumarið,“ segir Sævar Guðjónsson leiðsögumaður og ferðaþjónustubóndi á Mjóeyri. „Yrðlingana hef ég fengið hjá refaskyttum.“

Sævar segir að þegar yrðingarnir séu orðnir stálpaðir snemma veturs láta þeir sig yfirleitt hverfa til fjalla eins og eðli þeirra býður. Snæja virðist ekki vera að flýta sér í þeim efnum.

Tvö börn eru á heimilinu og þykir gaman að þvi að hafa tófu til að leika við á sumrin. Þá er Labradortík til staðar á heimilinu og hún og Snæja eru bestu vinir.

„Labradortíkin bíður eftir henni heima á hverjum degi og síðan fara þau tvö út um allt og ærslast saman,“ segir Sævar.

Mynd: María Hjálmarsdóttir

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.