Töluvert tjón af völdum skemmdarverks

Brotist var inn í sundlaugina á Egilsstöðum og þar unnin skemmdarverk, aðfararnótt sunnudagsins. Um talsvert fjárhagslegt tjón er að ræða, að sögn starfsmanns, því væntanlega þarf að skipta um dúkinn í lauginn. Laugin er samt sem áður opin fyrir gesti og gangandi.

Að sögn lögreglu voru þeir sem þarna stóðu að verki handteknir vegna málsins. Eftir skýrslutöku var þeim sleppt og telst málið upplýst.

Nokkur erill var hjá lögreglunni einkum vegna ónæðis. Þá voru 20 ökumenn kærðir fyrir of hraðan akstur um helgina.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.