Töluvert af verkfærum eyðilögðust í brunanum

Töluvert var til staðar af verkfærum og skógræktartækjum í skemmunni sem brann á bænum Freyshólum í dag. Eldsupptök eru ókunn.


Skemman var byggð úr timbri og því mikill eldmatur í henni. Ingólfur Sigurðsson sem hefur jörðina til afnota segir að allt sem var í skemmunni sé ónýtt og því um talsvert tjón að ræða.

Ingólfur var á vettvangi í dag að skoða kringumstæður. Hann segir að ekki hafi verið búið í einbýlishúsinu á jörðinni í fleiri ár. Sjálfur noti hann jörðina til hestamennsku og útivistar.

Þegar Austurfrétt kom á vettvang rúmlega klukkan fimm var síðasti slökkvibíllinn að yfirgefa staðinn. Enn er þó lögregluvakt á staðnum.

Eins og fram kom í fyrri frétt var slökkviliðið á Egilsstöðum kallað út um hálf fjögur leytið. Þegar það kom á staðinn var skemman nær brunnin til grunna og eldur laus í sinu við hlið hennar. Mjög fljótt tókst að ráða niðurlögum eldsins.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.