Töluverð fækkun á fólki í sóttkví á Austurlandi

Töluverð fækkun hefur orðið á fólki í sóttkví á Austurlandi milli daga. Fjöldi einstaklinga í einangrun hinsvegar breytist ekki.

Þetta kemur fram í uppfærðum tölum á vefsíðunni covid.is. Þar segir að alls séu 143 einstaklingar í sóttkví á Austurlandi sem er fækkun um rúmlega 30 manns frá í gærdag. Fjöldi einstaklinga í einangrun er 130 eða nær óbreyttur frá í gærdag.

Alls greindust rúmlega 1.100 manns með COVID í gærdag, þar af rúmlega 100 á landamærunum.

Eins og fram hefur komið í fréttum hyggst sóttvarnarlæknir leggja fram nýtt minnisblað um hertar aðgerðir fyrir ríkisstjórnarfundinn á morgun.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.