Orkumálinn 2024

Töluverð aukning umferðarslysa austanlands

Alls tuttugu umferðarslys urðu á Austurlandi fyrstu sex mánuði þessa árs en það eru mun fleiri slys en orðið hafa á sama tímabili síðustu þrjú ár þegar þau voru tólf að meðaltali.

Af þessum tuttugu slysum sem hafa verið tilkynnt lögregla gerðust sex þeirra í liðnum júnímánuði og þurftu alls níu einstaklingar að leita læknisaðstoðar vegna þeirra slysa. Þá varð og eitt banaslys í umdæminu í júní þegar ferðamaður varð fyrir lyftara á Djúpavogi.

Flest slysin í júnímánuði tengdust bílveltum en fjögur slík atvik áttu sér stað. Tvær bifreiðar lentu harkalega saman á Fagradal þegar ökumaður annars bílsins missti stjórnina. Þar slösuðust þrír en meiðsl allra minni háttar sem þykir mildi. Rannsókn á því slysi stendur enn yfir af hálfu lögreglu. Eldri maður slasaðist eftir að hafa fallið af reiðhjóli á Egilsstöðum og ökumaður fjórhjóls meiddist einnig nokkuð þegar hann fékk hjólið yfir sig á malarslóða fyrir ofan Egilsstaði.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.