Orkumálinn 2024

Tónlistarstund í Vallaneskirkju

erla_dora_vogler_web1.jpg

Erla Dóra Vogler, mezzósópran, heldur tónleika í Vallaneskirkju í kvöld. Tónleikarnir eru hluti sumartónleikaraðarinnar “Tónlistarstundir”

 

Á tónleikunum blandar Erla Dóra saman íslenskum þjóðlögum í klassískum búningi og fleiru skemmtilegu.

Erla Dóra hóf söngnám á Egilsstöðum á menntaskólaárum og er nýkomin frá Vín þar sem hún lagði stund á framhaldsnám í söng. Hún er reyndar líka jarðfræðingur. Hún gaf út disk í vetur með íslenskum sönglögum sem heitir Víravirki.

Torvald Gjerde, organisti, leikur undir á harmonium. Aðgangseyrir er 1.000 krónur.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.