Tímabundnar hækkanir hafa takmörkuð áhrif

samskip_bill.jpgAndrés Skúlason, oddviti Djúpavogshrepps, telur að tímabundnar gjaldskrárhækkanir flutningafyrirtækja hafi ekki mikil áhrif á íbúa svæðisins. Umræða um flutningsgjöld landsbyggðar sé hins vegar nauðsynleg.

 

„Ég á ekki von á að þessar tímabundnu gjaldskrárhækkanir komi til með að hafa mikil áhrif þar sem við væntum að eðlilegt vegsamband komist aftur á suðurleiðina um helgina og þá muni verðlag verða fært til fyrra horfs,“ segir Andrés.

Flutningafyrirtækin Flytjandi og Landflutningar hækkuð bæði gjaldskrár sínar fyrir flutninga til Djúpavogs og Hafnar í vikunni um rúman þriðjung eftir að Hringvegurinn fór í sundur. Ástæðan er að bílar fyrirtækjanna þurfa að fara lengri leið.

Andrés telur þarfara að ræða flutningsgjöld almennt. „Flutningsgjöld eru hinsvegar mjög íþyngjandi almennt fyrir landsbyggðina en það er bara önnur umræða.“

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.