Tjaldsvæðum fjölgað í Fjarðabyggð

Fjarðabyggð hefur ákveðið að fjölga tjaldsvæðum innan sveitarfélagsins í sumar sökum gríðarlegrar eftirspurnar eftir plássi.
Veðurblíðan á Austurlandi undanfarnar vikur hefur leitt til þess að örtröð hefur verið á tjaldsvæðum fjórðungsins.

„Straumurinn kom um leið og veðurblíðan skall á okkur og honum er ekkert að linna. Við erum fullbókuð fram yfir næstu helgi,“ sagði Elsa Reynisdóttir sem rekur tjaldsvæðið á Mjóanesi við Austurfrétt fyrr í vikunni en það hefur verið staðan á flestum tjaldsvæðum á Austurlandi.


Fjarðabyggð hefur stækkað tjaldsvæði í þremur bæjum:

Á Fáskrúðsfirði hefur verið bætt við svæði við smábátahöfnina, neðan við Café Sumarlínu.

Á Reyðarfirði hefur verið tekið í notkun svæði við hlið núverandi tjaldsvæðis.

Í Neskaupstað hefur verið opnað á svæði við Bakkaveg (ofan Sólbakka) þar sem tjaldsvæði hefur verið í tengslum við Eistnaflug.

 

Á þessum tjaldsvæðum er búið að koma upp salernisaðstöðu en ekkert rafmagn verður í boði.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.