Tíu sóttu um starf félagsmálastjóra Fljótsdalshéraðs

Tíu umsóknir bárust um starf félagsmálastjóra Fljótsdalshéraðs en umsóknarfrestur rann út fyrir páska.


Félagsmálastjóri hefur yfirumsjón með félagslegri þjónustu Fljótsdalshéraðs en starfssvæðið nær einnig yfir Vopnafjörð, Borgarfjörð eystri, Seyðisfjörð, Fljótsdalshérað og Djúpavog.

Í auglýsingu var gerð krafa um háskólapróf í félagsráðgjöf annað slíkt próf sem nýtist í starfi. Þá sé þekking af stjórnun og rekstri, reynsla af félagsþjónustu sveitarfélaga og leiðtogahæfni æskileg.

Þá auglýsti sveitarfélagið einnig starf skipulags- og byggingarfulltrúa í lok mars. Umsóknarfrestur um þá stöðu hefur verið framlengdur fram yfir helgi.

Umsækjendur eru:

Gerður Ólína Steinþórsdóttir, kennari og háskólanemi, Reykjavík
Glúmur Baldvinsson, MSc í alþjóðasamskiptum, Hafnarfirði
Hlín Stefánsdóttir, félagsráðgjafi, Egilsstöðum
Inga Rún Sigfúsdóttir, yfirfélagsráðgjafi í Fjarðarbyggð, Eskifirði
Júlía Sæmundsdóttir, deildarstjóri/verkefnastjóri, Hafnarfirði
Katrín Reynisdóttir, verkefnastjóri, Egilsstöðum
Kristjana Atladóttir, grunnskólakennari, Egilsstöðum
Óli Örn Atlason, uppeldis- og menntunarfræðingur, Reykjavík
Stefán Guðnason, meistaranemi
Telma Sveinsdóttir, sérfræðingur, Hafnarfirði

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar