Orkumálinn 2024

Tíu sinnum sektað fyrir sóttvarnabrot eystra

Tíu sektir hafa verið gefnar út í umdæmi lögreglunnar á Austurlandi undanfarið ár vegna brota á sóttvarnareglum.

Þetta kemur fram í tölum sem Austurfrétt óskaði eftir frá embætti ríkislögreglustjóra. Þær eru fyrir tímabilið frá mars 2020 til 20. apríl 2021.

Alls höfðu 94 mál farið í sektarmeðferð, 88 til einstaklinga en 6 hjá fyrirtækjum. Á Austurlandi hafa alls tíu brot farið í slíkt ferli, níu hjá einstaklingum og eitt hjá fyrirtæki.

Flestar sektir hafa verið gefnar út af lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu 22, 19 á Norðurlandi eystra, 18 á Suðurlandi, 11 á Suðurnesjum, 5 á Norðurlandi vestra, 4 á Vesturlandi, 3 á Vestfjörðum og 2 í Vestmannaeyjum.

Með sektarmeðferð er átt við að lögregla hafi ákveðið að sekta fyrir brot en misjafnt er á hvaða stigi málið er, hvort sekt hafi verið gefin út formlega, borist viðtakenda eða hún verið greidd.

Þessu til viðbótar hefur ekki verið ákveðið endanlega hvort sektað verði fyrir brot á fjöldatakmörkunum á árshátíð Verkmenntaskóla Austurlands um síðustu helgi.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.