Orkumálinn 2024

Tíu mánaða fangelsi fyrir ölvunarakstur

Héraðsdómur Austurlands hefur dæmt karlmann á fertugsaldri til níu mánaða fangelsisvistar fyrir ítrekuð ölvunarakstursbrot.

Maðurinn var tekinn ölvaður við akstur og án akstursréttinda á akstri við austfirskt þorp í byrjun árs. Vínandamagn í blóði hans mældist þá 1,5 prómill.

Í dóminum kemur fram að maðurinn hafi frá árinu 2001 ítrekað verið dæmdur fyrir umferðarlagabrot, aðallega fyrir að keyra ölvaður og án ökuréttinda. Hann var fyrst sviptur réttindunum ævilangt árið 2002. Brotið nú er því svipað þeim sem hann hefur áður framið.

Maðurinn játaði brot sitt skýlaust og í dóminum kemur fram að viðhorfsbreyting hafi orðið á högum hans. Þrátt fyrir það er hann dæmdur til refsingar enda brotin síendurtekin.

Maðurinn er því dæmdur til tíu mánaða fangelsisvistar auk þess sem ævilöng svipting ökuréttinda hans er áréttuð. Hann þarf að auki að greiða allan sakarkostnað, tæpar 160 þúsund krónur.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.