Orkumálinn 2024

Tillaga komin fram að rekstrarleyfi vegna fiskeldis í Stöðvarfirði

Allir þeir sem vilja gera athugasemdir við sjókvíaeldi í Stöðvarfirði hafa þrjár vikur til að koma þeim athugasemdum á framfæri en Matvælastofnun (MAST) hefur unnið og birt tillögu að rekstrarleyfi vegna eldisins.

Tillagan er birt í heild sinni á vef MAST en um er að ræða nýtt rekstrarleyfi til handa Fiskeldi Austfjarða hf. sem heimilar fyrirtækinu eldi á allt að sjö þúsund tonnum af laxi í Stöðvarfirði.

Áður höfðu hugmyndir fyrirtækisins farið gegnum umhverfismat eins og lög gera ráð fyrir og magn fyrirhugaðs eldis samsvarar hámarks burðarþolsmati Hafrannsóknarstofnunarinnar fyrir fjörðinn eða sjö þúsund tonn í heild.

Guðmundur Gíslason, framkvæmdastjóri Fiskeldis Austfjarða, segir áfangann stóran og loks sé hægt að sjá í land en leyfisferlið hingað til hefur tekið 90 mánuði hvorki meira né minna. Nokkur vinna sé þó framundan enn. „Að því gefnu að rekstrarleyfið fáist, þá eigum við eftir að hanna svæðið, rækta seiði og koma svo öllu fyrir á staðnum. Við vorum lengi að gæla við að hefja starfsemina á næsta ári en það er meira en að segja og við gætum verið að horfa á eitt til tvö ár áður en allt verður komið á sinn stað og starfsemin hafin.“

Aðspurður hvort þau sjö þúsund tonnum af eldislaxi sem framleiða á í Stöðvarfirði verði slátrað á sláturhúsi því sem fyrirtækið byggir nú á Djúpavogi segir Guðmundur það vera hugmyndina.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.