Orkumálinn 2024

Tilkynnt um aðalfulltrúa í heimastjórnum

Kosið var til heimastjórna samhliða sveitarstjórnarkosningum í Múlaþingi í dag. Heimastjórnirnar eru fjórar talsins, fyrir hvert þeirra sveitarfélaga sem sameinuðust í sveitarfélagið.

Tveir fulltrúar voru kosnar í hverja sveitarstjórn á Borgarfirði, Djúpavogi, Fljótsdalshéraði og Seyðisfirði. Hver kjósandi gat þó aðeins valið einn einstakling.

Tæknilega séð voru allir á kjörskrá í framboði en þó gáfu 11 manns formlega kost á sér. Í kvöld voru aðeins lesin upp nöfn þeirra sem náðu kjöri.

Þau eru:

Borgarfjörður
Alda Marín Kristinsdóttir
Ólafur Arnar Hallgrímsson

Djúpivogur
Ingi Ragnarsson
Oddný Anna Björnsdóttir

Fljótsdalshérað
Dagmar Ýr Stefánsdóttir
Jóhann Gísli Jóhannsson

Seyðisfjörður
Jón Halldór Guðmundsson
Margrét Guðjónsdóttir

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.