Orkumálinn 2024

Tilhæfulaus árás á unglingsstúlku

Ráðist var á unglingsstúlku á Reyðarfirði snemma á föstudagsmorgunn. Árásarmaðurinn náðist fljótt og játaði. Hann var undir miklum áhrifum fíkniefna.

Þetta kemur fram í svari lögreglunnar á Austurlandi við fyrirspurn Austurfréttar.

Tilkynning um atvikið barst lögreglu rétt fyrir klukkan sex á föstudagsmorgunn. Árásin átti sér stað utandyra en stúlkan var á leið í líkamsrækt.

Henni var verulega brugðið og meidd í andliti. Hún fékk aðhlynningu læknis en fékk að fara heim að lokinni skoðun og meðferð.

Grunur beindist fljótt að einstaklingi búsettum á Reyðarfirði. Hann var handtekinn á heimili sínu og fluttur til yfirheyrslu þar sem hann játaði sök.

Árásin er rakin til neyslu fíkniefna og ofskynjana af þeirra völdum. Í svari lögreglu segir að árásin sé með öllu tilefnislaus og beint gegn einstaklingi sem gerandinn þekkti ekkert. Meint fíkniefni fundust heima hjá manninum við húsleit.

Málið er í rannsókn og er langt komið. Það verður sent ákærusviði að rannsókn lokinni til ákvörðunar um framhaldið.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.