Orkumálinn 2024

Tilgangslaust að loka Austurland af

Ekki er talið ráðlegt að loka fyrir mannaferðir til og frá Austurlandi til að stemma stigu við útbreiðslu covid-19 veirunnar.

Umræða hefur átt sér stað um þennan möguleika meðal íbúa. Árið 1918 var lokað fyrir mannaferðir yfir Jökulsá á Sólheimasandi og Holtavörðuheiði sem varð til þess að spænska veikin komst aldrei austur.

Í tilkynningu frá almannavarnanefnd Austurlands kemur fram að fundað hafi verið um þennan möguleika með Þórólfi Guðnasyni sóttvarnalækni og Víði Reynissyni yfirlögregluþjóni almannavarnadeildar Ríkislögreglustjórans.

Þar hafi verið farið vandlega yfir kosti og galla slíkrar lokunar. Að vel athuguðu máli sé það mat sóttvarnarlæknis að lokun þjóni ekki tilgangi sínum, fremur en að loka landinu öllu. Það muni fremur fresta vandanum en leysa hann enda óvíst þá hversu lengi landshlutinn yrði að vera lokaður.

Ekki hefur enn orðið vart við smit á Austurlandi, þótt líklegt sé að það komi upp síðar. Í tilkynningunni segir að þau ráð sem gripið hefur verið til þyki því hafa dugað vel og íbúar sem fyrr hvattir til að fylgja leiðbeiningum sóttvarnarlæknis í hvívetna.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.