Til Þýskalands fyrir rúmar 20.000 krónur

Þýska flugfélagið Condor hefur hafið sölu á beinu flugi milli Egilsstaða og Frankfurt næsta sumar. Flogið verður frá 16. maí til 24. október.

Þetta má lesa út úr gögnum úr bókunarvél félagsins. Tilkynnt var um flugið klukkan tíu í morgun og opnað fyrir bókanir strax í kjölfarið.

Flogið verður vikulega á þriðjudögum. Fyrsta flugið verður 16. maí og hið síðasta 24. október. Flugið tekur 3 tíma og 35 mínútur.

Tímar í bókunarkerfinu eru staðartíma og verður farið í loftið frá Frankfurt klukkan 20:45 og lent hér 22:20. Flugvélin bíður á Egilsstöðum í um einn og hálfan tíma, á að fara aftur í loftið 23:55 og lenda 05:10.

Flugið hingað kostar 190 evrur, eða rúmar 26.000 krónur á gengi dagsins en út 160 evrur eða 22.200 krónur. Þegar líður á júlí og komið er fram í ágúst hækkar verðið upp í allt að 310 evrur eða 43.000 krónur aðra leið.

Er hér miðað við ódýrasta verð, inni í því er til að mynda aðeins létt handfarangurstaska, engin forfallatrygging, matur eða önnur þjónusta.

Flugvöllurinn í Frankfurt er einn stærsti flugvöllur Evrópu, þaðan fljúga um 90 flugfélög til um 300 áfangastaða. Sjálft er Condor með um 90 áfangastaði í sínu kerfi. Það er með ríflega 50 flugvélar frá bæði Boeing og Airbus.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.