Til áskrifenda Austurgluggans vegna innheimtukröfu

Stór hluti áskrifenda Austurgluggans fékk síðdegis á miðvikudag innheimtukröfu vegna áskriftar. Samskiptavandræði milli tölvukerfa virðist hafa valdið því að krafan var send út.

Áskrifendum Austurgluggans barst á miðvikudag tölvupóstur frá Inkasso Momentum, sem annast innheimtu á áskriftargjöldum fyrir blaðið. Í póstinum var þeim sagt að þeir ættu ógreidda kröfu frá Útgáfufélagi Austurlands.

Þar sagði að krafan væri sýnileg í heimabanka. Sú fullyrðing er röng auk þess sem í langflestum tilfellum virðast póstarnir hafa farið á áskrifendur í fullum skilum. Áskrifendur sem höfðu samband við innheimtufyrirtækið fengu þær skýringar að um væri að ræða kröfu frá í apríl 2021.

Austurglugginn hefur nú fengið þær skýringar frá Inkasso að rof hafi orðið milli tölvukerfa innheimtufélagsins og viðskiptabanka útgáfufélagsins sem hafi valdið því að kröfur hafi verið merktar ógreiddar í yfirliti innheimheimtufélagsins og póstarnir því verið sendir út.

Af yfirliti sem Austurglugginn fékk frá Inkasso í gær er ljóst að mjög stór hluti áskrifenda blaðsins hefur fengið þessa viðvörun, þar með talið áskrifendur sem eru hættir. Fara þarf handvirkt yfir yfirlitið til að sannreyna hvaða kröfur eiga að vera í kerfi Inkasso, en ljóst er að það er mikill minnihluti.

Farið verður í gegnum yfirlitið um helgina og málum komið í réttan farveg í næstu viku. Austurglugginn biður áskrifendur innilegrar velvirðingar á þessum óþægindum.
 
 

 

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.