Tíðinda að vænta úr Múlaþingi fljótlega eftir helgi

Viðræðum Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks um myndun meirihluta í sveitarstjórn Múlaþings miðar vel. Þess er vænst að þeim ljúki fljótlega eftir helgi.

„Staðan er mjög góð. Það dregur ekki til neinna tíðinda um helgina en fljótlega eftir helgina,“ segir Jónína Brynjólfsdóttir, oddviti Framsóknarflokksins.

Flokkarnir mynduðu meirihluta síðustu tvö ár, Sjálfstæðisflokkur með fjóra fulltrúa en Framsókn tvo. Í kosningunum síðasta laugardag fluttist fulltrúi á milli þannig flokkarnir eru jafn stórir. Strax á sunnudag ákváðu þeir að hefja formlegar meirihlutaviðræður.

„Það hafa verið stíf fundahöld í vikunni og góð framvinda. Það er mikill samhljómur milli flokkanna og mér sýnist allt stefna í að við náum samkomulagi.“

Aðspurð segir hún of snemmt að staðfesta nokkuð um ákveðin atriði viðræðnanna. „Við erum langt komið með bæði málefnasamning og skiptingu hlutverka en ekkert sem við viljum uppljóstra um á þessari stundu. Vinnan hefur gengið hratt og við vonumst til að ljúka henni í byrjun næstu viku.“

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.