Tíðarfar sem er ekki vinur snjómokstursreikningsins

Snjómokstursmenn á Austurlandi hafa haft í nógu að snúast undanfarna viku. Víðast hvar hefur snjóað duglega og segja má að snjókoman sé stöðug. Snjórinn er laus í sér en safnast þegar saman kemur.

„Þetta gengur en er mikil vinna. Við hreinsuðum allan bæinn í gær og fyrradag en í morgun var allt meira og minna orðið hálf ófært aftur. Svona tíðarfar er ekki vinur snjómokstursreikningsins,“ segir Kári Ólason, verkstjóri hjá Fljótsdalshéraði.

Magnið nú er sérstakt í ljósi þess að jörð var nánast auð fyrir viku. Síðan hefur snjóað nánast stöðugt hvorki. Varlega má áætla að um 40 sm jafnfallinn snjór sé í þéttbýlinu á Egilsstöðum.

„Þetta er ekki svo mikið magn en það gerir él í einhverja stund nánast hvern klukkutíma við þurfum alltaf að vera að skafa. Haugarnir á snjósöfnunarsvæðunum eru orðnir vígalegir.

Þetta hefði getað verið verða ef ekki hefði hlánað í lok febrúar, þetta var eins og að byrja að haustlagi.“

Annað sem hjálpar er að vindur hefur verið hægur og nánast snjóað í logni. Snjórinn er því laus í sér. Hætt er við að allt yrði blindað og síðan kolófært ef storm gerði.

Utan þéttbýlisins segir Kári töluverðan snjó í Skriðdal og mjöll yfir öllu Úthéraði. Á Efra-Jökuldal er hins vegar mikið til autt.

„Við mokuðum heimreiðar í gær, það er ekki meira í sveitunum en þorpi. Alls staðar er snjór en hvergi nein fyrirstaða.“

egs snjor 20180308 0001 web

egs snjor 20180308 0005 web

egs snjor 20180308 0007 web

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar