Orkumálinn 2024

Tíðafar austanlands nokkuð á pari í maímánuði

Hitastig á Austurlandi í liðnum mánuði reyndist vera í meðallagi samkvæmt tölum Veðurstofu Íslands um tíðafar á landinu.

Þó ýmsir hafi haft á orði að vorið og sumarbyrjun hafi verið óvenju gott veðurfarslega austanlands kemur annað í ljós þegar rýnt er í tölur Veðurstofunnar. Vorið var vissulega aðeins hlýrra en í meðalári á mælistöðum á Egilsstöðum, Dalatanga og Teigarhorni en í heild sinni var hitastig í maí aðeins lítilsháttar hlýrra en í meðalári.

Á Egilsstöðum mældist meðalhiti maí vera 5,7 stig eða 0,2 stigum hlýrra en meðaltal síðustu 30 ára. Meðalhiti á Dalatanga mældist 4,3 stig sem er 0,1 stig yfir meðatalinu. Á Teigarhorni var maímánuður 0,3 stigum hlýrri en að meðaltali síðustu árin en þar var meðalhitastigið 5,6 stig.

Samkvæmt sjálfsvirkum veðurstöðvum austanlands mældist mestur hiti mánaðarins á Seyðis- og Eskifirði en þar náði hitastigið upp í 17,9 stig á báðum stöðum.

Hitastig á Dalatanga nýliðinn maí reyndist ósköp samhliða mælingum síðustu 30 ára.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.