Þungar áhyggjur eftir uppsagnir á Vopnafirði

Ellefu starfsmönnum var í dag sagt upp störfum í frystihúsi HB Granda á Vopnafirði. Framkvæmdastjóri AFLs Starfsgreinafélags segist hafa þungar áhyggjur af áhrifunum á nærsamfélagið.

Í tilkynningu frá AFLi segir að ellefu starfsmönnum hafi verið sagt upp í dag. Áður hafi verið þremur starfsmönnum verið sagt upp og tveir séu að hætta af öðrum ástæðum.

Alls hafi því horfið 16 störf á stuttum tíma, sem jafngildi 5.600 störfum á höfuðborgarsvæðinu.

Í samtali við Austurfrétt sagði Sverrir Mar Albertsson, framkvæmdastjóri AFLs, að búið væri að hafa samband við Vinnumálastofnun til að kanna hvort lög um hópuppsagnir eigi við. Þau kveða á um að samráð sé haft við stéttarfélög og Vinnumálastofnun í aðdraganda fjöldauppsagna.

Í frétt AFLs segir að flestir þeirra sem sagt hafi verið upp séu af erlendum uppruna og búi á Bakkafirði. Í samtali við Austurfrétt sagðist Sverrir hafa sérstaklega miklar áhyggjur af áhrifum uppsagnanna á samfélagið þar, en íbúar hafa mikið til reitt sig á að geta sótt atvinnu til Vopnafjarðar. AFL muni fylgjast með stöðunni og fara til fundar innan skamms.

Þá er í frétt AFLs sagt að heimildir félagsins hermi að frekari uppbyggingu HB Granda á Vopnafirði hafi verið hætt.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.