Þrjú smit á Reyðarfirði í viðbót

Þrjú ný Covid-smit greindust á Reyðarfirði við sýnatöku í gær. Allir hinna sýktu voru í sóttkví. Um 200 sýni voru tekin í bænum í dag.

Flest sýnin í dag voru hjá einstaklingum á leið í sína seinni skimun. Senda þarf sýnin suður til Reykjavíkur til greiningar. Vegna veðurspár er óvíst að það takist í dag og því gæti tafist fram eftir morgundeginum að greina þau. Sóttkví gildir þar til niðurstaða liggur fyrir.

Skólarnir í bænum eru áfram lokaðir. Ákvörðun um skólahald verður ekki tekin fyrr en niðurstöðurnar liggja fyrir. Tilkynning verður send út þegar ákvörðun liggur fyrir.

Smitin á Reyðarfirði eru því alls orðin 19. Samkvæmt tölum á covid.is eru 206 í sóttkví á Austurland, flestir vegna þessa hópsmits.

Á morgun kl. 12:00 verða hraðpróf á Heilsugæslunni á Reyðarfirði fyrir þann hóp sem verið hefur í smitgát. Íbúar eru áfram hvattir til að fara í sýnatöku finni þeir til einhverra einkenna eða telja að þeir hafi verið í samskiptum við smitaðan einstakling.

Opnir tíma í hraðpróf og PCR próf sem hér segir:

Reyðarfjörður:
Hraðpróf 8:30-9:30
PCR 9:30-10:30 alla virka daga. Lokað um helgar.

Egilsstaðir:
Hraðpróf 11:30-12:30,
PCR 12:30-13:30 alla virka daga + Sunnudaga. Lokað á Laugardögum.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.