Þrjú ný smit eystra

Þrjú ný Covid-19 smit hafa verið greind á Austurlandi, miðað við tölur frá Covid.is.

Þar kemur fram að 25 einstaklingar séu í einangrun í fjórðungnum, samanborið við 22 í gær. Þeim sem eru í sóttkví fækkar úr 56 í 48.

Leikskólinn Tjarnarland á Egilsstöðum er lokaður eftir smit sem kom þar upp í fyrradag.

Samkvæmt tölum frá RÚV eru nýju tilfellin þrjú öll á Egilsstöðum. Hvorki staðfesting á því né nánari upplýsingar lágu fyrir hjá aðgerðastjórn almannavarna á Austurlandi þegar Austurfrétt leitaði eftir þeim í morgun.

Aðgerðastjórnin fundar klukkan 14:00 í dag. Nánari upplýsingar verða sendar út eftir þann fund.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.