Orkumálinn 2024

Þrjú gull á Haustmóti

Keppendur UÍA fengu þrenn gullverðlaun, auk annarra verðlauna, á Haustmóti Glímusambands Íslands sem haldið var á Blönduósi um síðustu helgi.

Sex keppendur kepptu undir merkjum UÍA, en þeir æfa allir með Val Reyðarfirði. Samhliða mótinu voru haldnar æfingabúðir á vegum GLÍ.

Elín Eik Guðjónsdóttir sigraði í flokki 14 ára stúlkna og vann allar sínar viðureignir.

Kristín Embla Guðjónsdóttir sigraði í 70+ flokki kvenna en varð önnur í opnum flokki kvenna.

Hákon Gunnarsson, Sebastian Andri Kjartansson og Þórður Páll Ólafsson þreyttu frumraun sína í fullorðinsflokki. Þar er glímt á gólfi en ekki dýnu og hver glíma er tvær mínútur í stað einnar og hálfrar.

Hákon varð í öðru sæti í unglingaflokki karla, +74 kg en fjórða í öðru flokki. Ægir Örn lenti í öðru sæti í unglingaflokki karla, -74 og -84 kg flokki karla.

Frá mótinu á Blönduósi. Mynd: Glímusamband Íslands


Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.