Fimm nemendur VA keppa á Íslandsmóti iðn- og verkgreina

Á annað hundrað nemenda keppa í iðn- og verkgreinum í Laugardalshöll um helgina. Þar keppa tveir nemendur VA, Alex Logi Georgsson keppir í húsasmíði og Eiður Logi Ingimarsson keppir í málmsuðu. Fyrrverandi nemandur VA, Irena Fönn Clemmensen og Inga Sóley Viðarsdóttir keppa í hársnyrtiiðn og Hlynur Karlsson í rafeindavirkjun. 

Dagana 16. – 18. mars heldur Verkiðn, Íslandsmót iðn- og verkgreina og framhaldsskólakynningu í Laugardalshöllinni í samvinnu við mennta- og barnamálaráðuneytið, sveitarfélög og fagfélög iðn- og starfsgreina. Í Laugardalshöll eru framhaldsskólakynningar „Mín framtíð 2023” þar sem VA er með kynningarbás ásamt 30 öðrum framhaldsskólum.

Á mótinu er keppt í 22 faggreinum þar sem á annað hundrað keppendur taka þátt. Sigurvegarar í 11 greinum eiga kost á að taka þátt í Evrópumóti iðn- og verkgreina sem fer fram í Gdansk í Póllandi í september.

Greinarnar eru: Bakaraiðn, bifreiðasmíði, bílamálun, fataiðn, forritun, framreiðsla, grafísk miðlun, gull- og silfursmíði, hársnyrtiiðn, húsasmíði, kjötiðn, matreiðsla, málaraiðn, málmsuða, pípulagnir, rafeindavirkjun, rafvirkjun, skrúðgarðyrkja, snyrtifræði, vefþróun, veggfóðrun og dúkalögn og múraraiðn.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.