Þrír kafarar varðskipsins Þór undirbúa köfun á Stöðvarfirði

Þrír kafarar af varðskipinu Þór eru nú að undirbúa sig fyrir köfun niður að bátnum Drangi á Stöðvarfirði. Þetta segir Ásgeir Erlendsson upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar. Varðskipið Þór mun halda sig á Stöðvarfirði í allan dag og jafnvel lengur.

Eins og fram hefur komið í fréttum sökk Drangur í Stöðvarfjarðarhöfn í morgun. Varðskipið Þór var statt á Fáskrúðsfirði þegar óhappið var tilkynnt. Léttbátur með mönnum frá Þór hélt þá strax til Stöðvarfjarðar og Þór hélt á eftir. Kom varðskipið á vettvang skömmu fyrir kl. 11.

„Kafararnir munu meta ástand bátsins og þær skemmdir sem hugsanlega hafa orðið á honum, auk þess að reyna að stöðva oliulekann,“ segir Ásgeir.

Ásgeir segir einnig að þeir menn sem fóru með léttbátnum hafa verið að aðstoða björgunarsveitir við mengunarvarnir í kringum Drang frá því þeir komu fyrr í morgun. Þeir fengu m.a. búnað til þess frá Reyðarfirði.

Björgunarsveitir frá Fáskrúðsfirði og Breiðdalsvík auk slökkviliðs og hafnarstarfsmanna hafa sett út mengunarvarnagirðingar og tekist hefur að koma í veg fyrir að olíuleiki berist frá bátnum.

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.