Þórunn snýr aftur á Alþingi

Þórunn Egilsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins frá Vopnafirði, snýr aftur á Alþingi í dag. Hún hefur ekki tekið þátt í þingstörfum síðan um miðjan mars í fyrra þegar hún greindist með brjóstakrabbamein.

Þetta kemur fram í færslu frá Þórunni á Facebook-síðu Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi í gær.

Þar segir hún undanfarið ár hafa verði bæði lærdómsríkt og krefjandi. Hún sé þakklætis fyrir góðan árangur í baráttunni við meinið og kveðst horfa hress og bjartsýn til framtíðar.

Hún sendir öllum sem stutt hafi hana í veikindunum hlýjar kveðjur, sérstaklega þó Líneik Önnu Sævarsdóttur, hinum þingmanni flokksins í kjördæminu, Hjálmari Boga Hafliðasyni varaþingmanni og Þórarni Inga Péturssyni sem kom inn í hennar stað með stuttum fyrirvara.

Ljóst er að framundan er strembinn fyrsti dagur hjá Þórunni. Samkvæmt dagskrá þingsins átti hún að vera á fjarfundi hjá stjórnskipunar og eftirlitsnefnd Alþingis nú í morgun og formenn þingflokka funda nú klukkan ellefu áður en þingfundur hefst klukkan 15.

Málefni samgönguráðherra eru áberandi á dagskrá hans en meðal annars stendur til að ræða tillögur hans um að ríkið taki þátt í að tryggja sama verð á flugvélaeldsneyti um allt land og fjármögnun einkaaðila á vegaframkvæmdum en vegur yfir Öxi er þar á meðal þeirra framkvæmda til stendur að ráðast með þeim hætti.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.