Þórður Vilberg nýr upplýsingafulltrúi Fjarðabyggðar

Reyðfirðingurinn Þórður Vilberg Guðmundsson hefur verið ráðinn í starf upplýsingafulltrúa Fjarðabyggðar og hóf hann störf 1. ágúst síðastliðinn.


Upplýsingafulltrúi starfar á stjórnsýslu- og þjónustusviði og var Þórður valinn úr hópi níu umsækjenda.

Meðal helstu verkefna upplýsingafulltrúa eru stefnumótun og umsjón með upplýsinga- og kynningarmálum sveitarfélagsins, þróunar- og verkefnavinna vegna samfélagsmiðla og rafrænnar stjórnsýslu, miðlun frétta og fjölmiðlasamskipti, vefumsjón, umsjón með gerð kynningarefnis auk skipulagning á viðburðum á vegum sveitarfélagsins.

Þórður er með menntun í sagnfræði. Hann hefur starfað sem þjónustufulltrúi hjá Strætó BS ásamt ýmsum öðrum þjónustustörfum. Hann hefur reynslu af upplýsinga- og kynningarmálum í störfum sínum fyrir framboð bæði til forseta- og sveitarstjórnarkosninga ásamt því að annast skipulag og stjórnað viðburðum þeim tengdum.

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.