Þjóðarpúls Gallup: Píratar myndu fá þingsæti í NA-kjördæmi

Fyrir helgi voru birtar niðurstöður Þjóðarpúls Gallup á fylgi flokkana fyrir Alþingiskosningar í haust. Könnunin var gerð 30. júní til 28. júlí og tóku 3800 manns af öllu landinu þátt í könnuninni.


Niðurstöður Þjóðarpúlsins sýna ekki miklar breytingar á þingsætum í NA-kjördæmi frá kosningunum árið 2017. Ríkisstjórnarflokkarnir halda sínum sætum en Sjálfstæðisflokkur, Framsóknarflokkur og Vinstri græn fengu öllu tvo menn kjörna árið 2017.

 

Samfylkingin heldur sínum eina manni, en árið 2017 fékk Samfylkingin aðeins einn kjördæmakjörin þingmanna en Albertína Friðbjörg Elíasdóttir komst inn á þing með jöfnunarþingsæti.

Eina breytingin á Þjóðarpúlsinum og Alþingiskosningum árið 2017 er að Miðflokkurinn missir eitt þingsæti, sem myndi þýða að Anna Kolbrún Árnadóttir kæmist ekki á þing. Þingsætið færist til Pírata sem náðu ekki manni inn í NA-kjördæmi árið 2017. Oddviti Pírata í kjördæminu er Einar Brynjólfsson en hann komst á þing eftir kosningarnar 2016 en féll út í kosningunum ári síðar.

RÚV birti frétt á vef sínum í gær þar sem farið var yfir hvernig jöfnunarþingsætin gætu lent. Það þarf lítið að gerast svo þau breytist og því skal taka slíkum útreikningum með miklum fyrirvara. Jöfnunarþingsæti NA-kjördæmis samkvæmt Þjóðarpúlsinum og útreikningum RÚV myndi fara til Sósíalistaflokks Íslands.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.