„Þetta eru allt ómetanlegar heimildir”

„Við erum með um það bil 500 hillumetra af skjölum og á annað hundrað þúsund ljósmyndir,” segir Guðmundur Sveinsson, forstöðumaður Skjala- og myndasafn Norðfjarðar, en á morgun verður því fagnað að safnið hafi verið starfrækt í fjörutíu ár.

 


„Á morgun eru 40 ár síðan bæjarstjórn samþykkti að stofnað yrði til skjalasafns á Norðfirði. Búið var að safna talsverðu efni saman áður, bæði hjá félaginu, félagasamtökum, fyrirtækjum og einstaklingum. Mest er frá Norðfirði því safnið var í tengslum við staðinn og verksvið þess var að hugsa um svæðið okkar og safna saman gögnum héðan. Fjarðabyggð eignaðist svo safnið við sameiningu árið 1998,” segir Guðmundur, sem einnig er upphafsmaður safnsins.

„Ég er búinn að vera viðloðandi þetta frá upphafi, þeir hafa ekki losnað við mig,” segir hann og hlær. „Það er hins vegar þannig með svona safn, það gerist ekkert nema allir leggi á eitt við það, að það býr enginn einn þetta til. Fólk er mjög duglegt að koma bæði með skjöl og myndir, það vilja okkur allir gott brautargengi. Til dæmis hringdi í mig maður í gær sem spurði hvort við kærðum okkur um 4-5000 slidesmyndir sem faðir hans átti, maður héðan frá Norðfiðri sem átti góða myndavél. Þetta eru allt ómetanlegar heimildir held ég að megi segja.”

Tímamótanna verður minnst í Safnahúsinu í Neskaupstað annað kvöld klukkan 20:00. Allir eru velkomnir en litið verður yfir farinn veg safnsins og harmonikkuklúbbur Norðfjarðar flytur nokkur lög eftir Norðfirðinga.Guðmundur Sveinsson er upphafsmaður safnsins og sá sem veitir því forstöðu

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.