Orkumálinn 2024

„Þetta er voðalega leiðinlegt“

„Nei, það veit enginn hvað gerðist, við höfum ekki hugmynd um það,“ segir Friðrik Árnason, eigandi eikarbátsins Sögu SU 606, sem sökk í höfninni á Breiðdalsvík aðfaranótt sunnudags.


Friðrik, sem einnig er eigandi Hótels Bláfells á Breiðdalsvík, hefur nýtt bátinn sem er 21 brúttótonn, til ferðaþjónustu undanfarin þrjú sumur.

„Það kemur ekki í ljós hvað kom fyrir fyrr en báturinn verður tekinn á land núna í vikunni. Hann var vissulega tryggður, en það dekkar auðvitað aldrei það tjón sem verður af töpuðum rekstri,“ segir Friðrik, en Saga hefur verið gerð út í sjóstangveiði og fleira síðastliðin sumur.

„Hann var orðinn töluvert bókaður fyrir næsta sumar, aðallega í sjóstöng, en einnig í sela- og fuglaskoðun. Þetta hafa verið mjög vinsælar ferðir sem hefur verið látið vel af. Við eigum eftir að finna úr hvernig þetta verður allt saman, hvort við finnum annan bát eða hvað við gerum, það er bara mál sem við munum skoða næstu daga.

Erfitt að finna fallegan eikarbát
Að vonum fékk atvikið á Friðrik; „Þetta er voðalega leiðinlegt, en ég horfi þó fyrst og fremst á þetta sem tapanan hlut. En auðvitað er heilmikil eftirsjá, þetta var mjög fallegur bátur sem búið var að leggja hellings vinnu í og nostra mikið við og. Flottur eikarbátur er líka svo miklu skemmtilegri en einhvern plastbátur og það er erfitt að finna slíkan, þannig að það er mjög leiðinlegt upp á það að gera.“

Saga SU 2

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.