„Þetta er málefni sem allir tengja við“

„Hér var svaka stuð í gær og við vorum ótrúlega ánægð að fá svo góða þátttöku,“ segir Dagmar Ýr Stefánsdóttir, upplýsingafulltrúi Alcoa Fjarðaáls, en í fjölmargir lögðu leið sína í fyrirtækið í gær og perluðu armbönd til styrktar Krafts, styrktarfélags ungs fólks sem hefur greinst með krabbamein.


„Í tilefni af Bleikum október ákváðum við að ráðast í okkar stærsta Action-verkefni til þessa,“ segir Dagmar Ýr en fyrirtækið stendur árlega fyrir nokkrum verkefnum á ári sem unnin eru í þágu félagasamtaka.

„Hingað mættu 150 manns, bæði starfsfólk og aðrir úr samfélaginu, en allir voru velkomnir. Við perluðum af krafti og samtals urðu til 750 armbönd og er söluandvirði þeirra ein og hálf milljón. Í raun var þetta þrefalt Action-verkefni en Fjarðaál strykti Kraft auk þess um 300 þúsund krónur, sem og Krabbameinsfélag Austurlands og Krabbameinsfélag Austfjarða hvort um sig, eða um 900 þúsund krónur í allt.

Þetta er málefni sem allir tengja við og krabbamein er sjúkdómur sem snertir okkur öll á einhvern hátt. Þess vegna eru allir eru tilbúnir til að vera með og leggja sitt af mörkum fyrir málstað sem þennan, en þann samhug sáum við svo sannarlega í gær.“



Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.