Orkumálinn 2024

Telur svæðið eiga margvísleg spennandi tækifæri

„Ég hlakka til að takast á við starfið. Mér líður vel á Austurlandi og tel svæðið eiga margvísleg tækifæri sem spennandi verður að vinna að, segir Gunnar Gunnarsson, sem ráðinn hefur verið nýr framkvæmdarstjóri Ungmenna- og íþróttasambands Austurlands.


Gunnar kemur til starfa hjá UÍA um næstu mánaðarmót og tekur við af Ester S. Sigurðardóttur sem er nýr rekstraraðili Löngubúðar á Djúpavogi.  

Gunnar fluttist austur í Egilsstaði fyrir ári og hefur að undanförnu starfað fyrir Valaskjálf. Hann hefur þó lengst af búið og starfað á Akureyri, þar sem hann var meðal annars framkvæmdastjóri knattspyrnudeildar KA í áratug, en gengdi síðar sama starfi fyrir knattspyrnudeildir FH og Fylkis.

Gunnar hefur einnig reynslu af utanumhaldi Evrópuleikja í knattspyrnu, auk þess sem hann gefur gegnt trúnaðarstörfum fyrir Knattspyrnusamband Íslands.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.