Talsvert magn fíkniefna fannst við húsleitir

logreglumerki.jpgLögreglan á Eskifirði, í í samstarfi við lögregluna á Seyðisfirði, lögregluhundaþjálfara Ríkislögreglustjóra, sérsveit Ríkislögreglustjórans á Norðurlandi ásamt fíkniefnateymi lögreglunnar á Akureyri lagði hald á talsvert magn fíkniefna við húsleitir í gær.

 

Leitað var í tengslum við rannsóknir fíkniefnamála. Nokkrir voru handteknir en þeim sleppt að loknum yfirheyrslu. Í tilkynningu frá lögreglunni segir að talsvert magn fíkniefna hafi fundist auk tækja og tóla til áfengisframleiðslu. Það kemur jafnframt fram að frekari upplýsingar verði ekki gefnar að svo stöddu en málin verði rannsökuð áfram.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.