Orkumálinn 2024

Talsvert magn fíkniefna í bíl sem kom með Norrænu

Lögreglan á Austurlandi verst fregna af fíkniefnafundi í bifreið sem kom til landsins með Norrænu til Seyðisfjarðar í júní síðastliðnum vegna rannsóknarhagsmuna.

Morgunblaðið greindi frá í því í gær að hald hefði verið lagt á „talsvert magn fíkniefna“ sem kom til landsins með Norrænu fyrir tveimur vikum.

Hjá lögreglunni á Austurlandi, sem fer með rannsókn málsins, fengust í morgun þær upplýsingar að engu væri við það að bæta sem Morgunblaðið greindi frá í gær.

Rannsókn stæði yfir á talsverðu magni sem reynt hefði verið að smygla með ferjunni en vegna rannsóknarhagsmuna yrðu frekari upplýsingar ekki veittar að svo stöddu.

Norræna kom í gær og gekk afgreiðsla hennar vel. Engin sérstök atvik komu upp. Með ferjunni komu um 900 farþegar. 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.