Talningu atkvæða í hreppsnefndarkosningum Borgarfjarðarhrepps er lokið

Ný hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps hefur litið dagsins ljós en Borgfirðingar voru fljótastir manna að kjósa og telja. Á kjörskrá voru 106. Alls kusu 71 og þar af var 1 seðill auður. Kosningaþátttaka var því 66,98%

jokulsa_borgarfiri.jpgAðalmenn í hreppsnefnd:

Jakob Sigurðsson, Hlíðartúni, 52 atkv.

Ólafur A Hallgrímsson, Skálabergi, 49 atkv.

Jón S Sigmarsson, Desjarmýri, 48 atkv.

Jón Þórðarson, Breiðvangi, 46 atkv.

Kristjana Björnsdóttir, Bakkavegi 1, 28 atkv.

Til samanburðar við kosningarnar 2006 þá voru á kjörskrá 111. Atkvæði greiddu 76 og kjörsókn því 68,5 eða tæpum 2 prósentustigum meiri en nú.

Talningu er nú einnig lokið á varamönnum í hreppsnefnd Borgarfjarðar eystri.

Varamenn í hreppsnefnd voru kjörnir:

Bjarni Sveinsson        Hvannstóði    24 atkv.

Björn Aðalsteinsson    Heiðmörk      30 atkv.

Helga E Erlendsdóttir  Bakka           20 atkv.

Björn Skúlason          Sætúni          24 atkv.

Jóna B Sveinsdóttir    Geitlandi        25 atkv.               

Formaður kjörstjórnar á Borgarfirði eystri er Björn Aðalsteinsson, en kjörstjórnin þar setti íslandsmet er hún birti fyrstu kosningaúrsliðin í þessum sveitarstjórnarkosningum, úrslit í kosningu aðalmanna í hreppsnefnd strax klukkan 19:00 í kvöld.

  

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.