Átak gegn kattaplágu á Fljótsdalshéraði

kettir_gg.jpgTil stendur að ráðast í átak gegn óskráðum köttum í sveitarfélaginu Fljótsdalshéraði. Íbúar kvarta undan kattaplágu.

 

Í síðustu viku afhenti Þórhallur Þorsteinsson bæjaryfirvöldum undirskriftalista með 26 nöfnum þar sem þess var krafist að gripið yrði til aðgerða gegn „kattaplágu“ sem herji á íbúa.

Skipulags- og mannvirkjanefnd sveitarfélagsins samþykkti í kjölfarið að hefja undirbúning aðgerða til að fækka óskráðum köttum. Stefnt er að því að átakið hefjist fyrsta vetrar dag. Einnig á að herða á skráningu hunda.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.