Tafir á stáli seinka nýrri Gilsárbrú

Tafir á komu stáls til landsins hafa valdið nokkurra vikna seinkunn á nýrri brú yfir Gilsá í Skriðdal. Framkvæmdirnar hafa þó almennt gengið vel.

Ólag hefur verið á birgðakeðjum heims vegna fyrst Covid-faraldursins og síðan stríðs Rússa gegn Úkraínu sem meðal annars kemur fram í brúargerðinni.

Sveinn Sveinsson, umdæmisstjóri Vegagerðarinnar á Austurlandi, segir að upphaflega hafi átt að smíða stálið í brúna erlendis en að lokum hafi verið ákveðið að flytja stálið inn og smíða hjá Myllunni á Egilsstöðum.

Þetta veldur einhverjum töfum á framkvæmdunum. Upphaflega stóð til að brúin yrði tilbúin fyrri part næsta sumars en nú er útlit fyrir að það tefjist fram eftir sumri. Það skýrist nánar þegar framkvæmdir hefjast aftur í vor.

Sveinn segir framkvæmdir í haust annars hafa fengið vel. Búið er að steypa stöpla og undirstöður og þegar vorar verður byrjað að reisa stálvirkið og síðan haldið áfram að byggja brúna.

Frá framkvæmdum í haust.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.