Tækniminjasafn Austurlands er hluti af nýju verkefni Google

Tækniminjasafn Austurlands er hluti af nýju verkefni menningarvefs Google (Google Arts & Culture) en í gær opnaði vefurinn stærstu sýningu um uppfinningar og uppgötvanir sem nokkru sinni hefur verið gerð á netinu.

 


Vefurinn opnaði í gær og nefnist sýningin „Once Upon a Try” eða „Reynt og beint” og er samansafn fróðleiks frá 110 söfnum frá 23 löndum, þar á meðan Tækniminjasafni Austurlands. Gögnunum hefur verið safnað saman til þess að varpa ljósi á meirháttar vísindabyltingum sem orðið hafa í gegnum árhundruðin og hugsuðina að baki þeim.

„Allir geta nú skoðað yfir 400 gagnvirkar sýningar sem votta stærstu stökkum mannkyns í vísindum og tækniþróun virðingu sína, sem og þeim draumóramönnum sem mótuðu heiminn. Hægt er að skoða staði frá sjónarhorni gangandi manns, þar sem mikilvægar uppgötvanir áttu sér stað. Einnig að ferðast neðanjarðar um CERN’s Large Hadron Collider (stóra sterkeindahraðalinn í CERN) og upp í alþjóðlegu geimstöðina International Space Station. Stækka má 200.000 muni í háskerpu, þar með talið fyrsta landakort Ameríku frá árinu 1508 sem og áður óbirt bréf Albert Einstein,” segir Pétur Kristjánsson, forstöðumaður Tækniminjasafns Austurlands.


Veitir nýstárlegt verkfæri í skráningarvinnu
Pétur segir Tækniminjasafnið meðal annars sýna nýjar myndir af fyrsta þráðlausa senditæki sem notað var hérlendis, sem og sögusýingarnar „Nútímavæðing íslands með ritsímanum“ (The modernization of Iceland by telegraphy) og „Strákurinn frá Djúpavogi“ (The Boy From Djupivogur) sem fjallar um Jóhann Hansson sem kom af fátæku heimili en gerðist mikill frumkvöðull og framkvæmdamaður sem kynnti margar tækninýjungar á Austurlandi.

„Verkefnið veitir tækifæri til að miðla, varðveita og koma arfleifð okkar á framfæri á heimsvísu. Það auðveldar okkur að deila og veita aðgang að myndum og viðeigandi upplýsingum á frumlegan hátt með innsæið að vopni. Það hefur verið okkur nýstárlegt verkfæri í skráningarvinnu, veitt okkur vel skipðulagðan aðgang og notkun á breitt úrval mynda, staðreynda og upplýsinga sem nota má í fjölbreyttu samhengi til að skapa upplýsandi og skemmtilegar netlægar sýningar sem ná til mjög stóran hóps á alþjóðlega vísu. Þetta býður upp á aukna möguleika safnsins og gesti þess að skilja og raungera sameiginlegan áhuga sinn á sameiginlegri menningarsögu mannkyns og athafnir þess. Þannig eykur þetta stuðning gesta við safnið og hvetur safnið til að þjóna stuðningsmönnum sínum vel.“

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.