Tækifærið nýtt til að setja Lagarfljótsorminn á flot – Myndir

Ferjan Lagarfljótsormurinn fór á flot á ný í hádeginu í dag en hún hefur verið á þurru landi árum saman. Eigandi ferjunnar nýtti tækifærið í flóðunum. Lagarfljótið er nánast sem einn fjörður á að líta.

„Við vorum búnir að áforma að hífa hann en við ákváðum að nýta tækifærið í flóðinu. Ferjan hefur ekki verið á floti í tíu ár.

Við fórum með tvær gröfur, strákarnir skruppu í hádeginu til að gera þetta en ferjan flaut eiginlega upp,“ segir Hlynur Bragason, eigandi ormsins.

Aðeins tók nokkrar mínútur að koma ferjunni upp eftir að gröfurnar voru komnar á staðinn. Hlynur segir óvíst hvað hann geri næst við skipið. „Ég hef ekki glóru um það, það kemur í ljós.“

Hann segir ástand skipsins ágætt. „Það er fínt. Það hefur verið brotist inn í það og brotnir gluggar. Því þarf að laga og snurfusa en skrokkurinn er í lagi. Ég veit hins vegar ekkert um vélarnar.“

Vatnsyfirborðið í Lagarfljóti hefur risið stöðugt í allan morgun, frá klukkan sex í gærmorgun til hádegis hefur hækkað um heilan metra samkvæmt tölum Veðurstofunnar.

Fljótið breiðir úr sér yfir tún Egilsstaðabænda og liggur í brúnni. Á flugvellinum hafa menn fylgst með þróun mála í morgun.

Fljótið rennur úr Leginum en í það fellur Jökulsá í Fljótsdal sem olli töluverði tjóni þegar hún flæddi yfir bakka sína í gærmorgun. Vatnsmagnið við Valþjófsstaðarnes náði hámarki um klukkan fimm í gær en síðan hefur rennslið í ánni minnkað þótt það sé enn mun meira en venjulega.

Egs Lagarfljot 20170928 0005 Web
Egs Lagarfljot 20170928 0007 Web
Egs Lagarfljot 20170928 0012 Web
Egs Lagarfljot 20170928 0014 Web
Egs Lagarfljot 20170928 0041 Web
Egs Lagarfljot 20170928 0020 Web
Egs Lagarfljot 20170928 0031 Web
Egs Lagarfljot 20170928 0032 Web
Egs Lagarfljot 20170928 0036 Web
Egs Lagarfljot 20170928 0045 Web

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar