Sýni komust ekki suður vegna veðurs

„Sýni sem voru tekin í gær á Reyðarfirði og Egilsstöðum komust ekki suður til greiningar þar sem hvorki var flogið seinnipartinn eða í gærkvöldi vegna veðurs. Sýnin fóru því suður með fyrstu vél í morgun. Niðurstöður eru væntanlegar síðar í dag eða kvöld.“

Þetta segir í tilkynningu frá aðgerðastjórn almannavarna á Austurlandi. Þar er minnt á að í gærdag var neyðarstigi almannavarna lýst yfir sökum vaxandi álags á heilbrigðiskerfið vegna COVIDfaraldursins. Þessi breyting snýr að þeim sem hafa hlutverk í viðbragðsáætlun vegna heimsfaraldurs og á að vera okkur öllum hvatning um að fara varlega og yfirfara eigin sóttvarnir.

„Að gefnu tilefni skal það áréttað að fólk sem er í sóttkví, bæði börn og fullorðnir eiga ekki að mæta í bólusetningu meðan á sóttkví varir, heldur verða þau bólusett síðar.“ segir í tilkynningunni.

„Í ljósi aðstæðna þar sem neyðarstigi hefur verið lýst yfir, brýnir aðgerðastjórn til ýtrustu varkárni, hvort heldur það snýr að okkur sem einstaklingum eða að fyrirtækjum, stofnunum og félagasamtökum.

Þá þykir ástæða til að árétta grímuskyldu í verslunum til að mynda, sem og hefðbundna brýningu um að gæta að fjarlægðarmörkum, muna eftir handþvotti og sprittnotkun.

Förum varlega.“

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.