Sýnataka á Egilsstöðum um helgina

Þeir Austfirðingar, sem þurfa í sýnatöku vegna mögulegs Covid-19 smits um páskana, geta fengið þá þjónustu á Egilsstöðum á morgun laugardag og mánudag.

Í tilkynningu frá aðgerðastjórn kemur fram að eitthvað hafi verið um að einstaklingar með einkenni hafi ekki getað skráð sig í sýnatöku. Þess vegna verður boðið upp á sýnatöku í húsinu sem hýsir Samfélagssmiðjuna á Egilsstöðum, áður Blómabæ og Fóðurblönduna á morgun laugardag og mánudag klukkan 11:30. Þetta gildir þótt fólk skrái sig ekki fyrirfram.

Enn eru sextán smit í fjórðungnum og greindust öll á landamærunum. Níu skipverjar um borð í súrálsskipinu Taurus Confidence í Mjóeyrarhöfn eru á batavegi sem og félagi þeirra sem um síðustu helgi var fluttur á Landsspítalann. Þá hafa engin smit borist frá þeim til níu annarra sem eru í sóttkví um borð.

„Þetta þokast allt í rétt átt, njótum páskahátíðarinnar og vinnum áfram að því saman að klára þetta verkefni. Við getum það.“

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.