Svipmyndir frá aðgerðum við Drang í Stöðvarfjarðarhöfn

Smátogarinn Drangur ÁR-307 sökk í höfninni á Stöðvarfirði um klukkan átta í morgun. Aðgerðir hafa staðið yfir síðan þá við höfnina þar sem stefni skipsins stendur upp úr.

Það var um klukkan 7:15 sem ábending barst um að Drangur væri farinn að halla ískyggilega mikið. Viðbragðsaðilar voru komnir ekki löngu síðar en þá var ljóst að ekki yrði komið í veg fyrir að báturinn sykki.

Fyrstu viðbrögð miðuðu að því að hemja olíumengun frá skipinu og störfuðu starfsmenn Fjarðabyggðarhafna, slökkviliðsfjarðabyggða, björgunarsveita á Austfjörðum og skipverjar af varðskipinu Þór saman að því. Það virðist hafa gengið ágætlega en skýrist nánar á næstu dögum.

Verktaki á vegum tryggingafélags útgerðarinnar kom á vettvang um kvöldmatarleytið. Hann mun við fyrsta tækifæri kafa niður að Drangi til að kanna hvað olli því að skipið sökk. Í framhaldi af því verður hafist handa við að lyfta skipinu upp úr sjónum.

Austurfrétt var á vettvangi í dag og fylgdist með aðgerðum.



Drangur Sokkinn 20201025 0005 Web
Drangur Sokkinn 20201025 0002 Web
Drangur Sokkinn 20201025 0003 Web
Drangur Sokkinn 20201025 0004 Web
Drangur Sokkinn 20201025 0009 Web
Drangur Sokkinn 20201025 0011 Web
Drangur Sokkinn 20201025 0014 Web
Drangur Sokkinn 20201025 0016 Web
Drangur Sokkinn 20201025 0017 Web
Drangur Sokkinn 20201025 0023 Web
Drangur Sokkinn 20201025 0028 Web
Drangur Sokkinn 20201025 0029 Web
Drangur Sokkinn 20201025 0030 Web
Drangur Sokkinn 20201025 0033 Web
Drangur Sokkinn 20201025 0035 Web
Drangur Sokkinn 20201025 0037 Web
Drangur Sokkinn 20201025 0039 Web
Drangur Sokkinn 20201025 0041 Web
Drangur Sokkinn 20201025 0044 Web
Drangur Sokkinn 20201025 0048 Web
Drangur Sokkinn 20201025 0054 Web
Drangur Sokkinn 20201025 0063 Web

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.