Sveitarstjórn Breiðdalshrepps mótmælir hugmyndafræði fjárlagafrumvarpsins

Sveitarstjórn Breiðdalshrepps samþykkti eftirfarandi ályktun á fundi sínum
4. október sl.:
Sveitarstjórn Breiðdalshrepps mótmælir harðlega þeim stórfellda
niðurskurði sem settur er fram í frumvarpi til fjárlaga fyrir árið 2011
hjá Heilbrigðisstofnun Austurlands, sem leiðir óhjákvæmilega til mikillar
fækkunar starfa og skertrar þjónustu.

ImageÞá mótmælir sveitarstjórn sérstaklega þeirri hugmyndafræði sem birtist í
frumvarpinu að leggja beri niður störf vel menntaðra
heilbrigðisstarfsmanna á landsbyggðinni og færa þau til höfuðborgarinnar.
Opinberum störfum hefur fjölgað gríðarlega á höfuðborgarsvæðinu á síðustu
árum, og með þessari aðgerð hafa stjórnvöld sýnt að þau hafa engan áhuga á
að snúa þeirri þróun við. Sveitarstjórn skorar á þingmenn og ráðherra að
endurskoða þessa ákvörðun og huga að þeim langtíma afleiðingum sem þessi
aðferðarfræði veldur.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.