Svæðisfélög VG á Austurlandi sameinuð

Svæðisfélög Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs á Austurlandi voru sameinuð á aukaaðalfundi á föstudag.

Til þessa hafa félögin verið tvö: annars vegar í Fjarðabyggð og Djúpavogshreppi og hins vegar með Fljótsdalshéraði, Fljótsdalshrepp, Seyðisfjarðarkaupstað og Borgarfjarðarhrepp.

Á aðalfundunum var einróma samþykkt að stofna nýtt svæðisfélag fyrir allt Austurland. Strax í kjölfarið var haldinn stofnfundur þess nýja félags.

Þar var kosið í stjórn en í henni sitja: Ingibjörg Þórðardóttir Neskaupstað, Kristján Ketill Stefánsson Fljótsdalshéraði og Svandís Egilsdóttir Seyðisfirði. Varamenn eru: Arnar Guðmundsson Neskaupstað og Árni Kristinsson, Fljótsdalshéraði. Stjórnin skiptir með sér verkum á fyrsta fundi.

Í tilkynningu segir að um sé að ræða tímamót í pólitísku starfi á Austurlandi. Svæðisfélögin hafi í fullri einingu sýnt metnaðarfullt fordæmi og brotið blað í sögunni með sameiningu á svæðisvísu. Væntanlegt framboð flokksins í nýju sameinuðu sveitarfélagi á Austurlandi sé fyrsta stóra skrefið að frekari eflingu hreyfingarinnar í fjórðungnum. Íbúar séu boðnir velkomnir til þátttöku í öflugri hreyfingu með skýra og metnaðarfulla framtíðarsýn fyrir Austurland allt.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.