SÚN úthlutaði styrkjum að andvirði 44 milljóna króna árið 2018

Samvinnufélag útgerðarmanna í Neskaupstað (SÚN) úthlutaði 19 styrkjum úr Menningar- og viðurkenningasjóði félagsins í árslok, alls 15 milljónum. Um var að ræða seinni úthlutun ársins en í maí 2018 var rúmega 19 milljónum úthlutað úr sjóðnum.


Veittir eru styrkir í nokkrum flokkum og eru flokkarnir menning, menntun og íþróttir fyrirferðarmiklir. Hæstu styrkina á þessu ári hlutu eftirtaldir: Endurbygging gamla Lúðvíkshússins 10 milljónir, Eistnaflug rokkhátíð 6 milljónir, Neistaflug fjölskylduhátíð 3,5 milljónir, Fjórðungssjúkrahúsið í Neskaupstað 3,7 milljónir til tækjakaupa og íbúar í þjónustuíbúðum fatlaðra fengu 1 milljón til bílakaupa.

Samvinnufélag útgerðarmanna á eignarhlut í Síldarvinnslunni hf. og nýtir stóran hluta af árlegum arði af þeirri eign til að styrkja samfélagsverkefni í heimabyggð. Auk áðurnefndra styrkja setti SÚN um 20 milljónir í önnur samfélagsmál og til íþróttafélaga og nema styrkir ársins því alls um 44 milljónum.

„Segja má að ég sé í mjög þakklátu starfi”
Guðmundur R. Gíslason er framkvæmdastjóri SÚN. „Ég tel að það skipti samfélagið í Neskaupstað miklu máli að Samvinnufélagið hafi þessa stefnu að úthluta svo háum upphæðum á hverju ári. Í rauninni koma styrkirnir sér í mörgun tilfellum vel fyrir Austurland allt, þegar þeir renna til stofnanna eins og sjúkrahússins, flugvallarins og sambærilegra verkefna. 

Við finnum fyrir mjög mikilli jákvæðni og segja má að ég sé í mjög þakklátu starfi, en það eru stórar úthlutanir tvisvar á ári og fjölmargar þess utan. Við finnum fyrir miklu þakklæti frá þeim sem hljóta styrki og samfélagsins alls.“

Meðfylgjandi er mynd frá úthlutuninni í maí.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.