Suðaustan stormur skellur á Austurland í nótt

Veðurstofan hefur útvíkkað gular veðurviðvarnir sínar á landinu fyrir kvöldið. Nú er gert ráð fyrir að suðaustan stormur skelli á Austurlandi að Glettingi á miðnætti í nótt.

Fram kemur á vefsíðu Veðurstofunnar að síðar í nótt eða um þrjú leytið verði komið suðaustan hríð á Austfjörðum. Gert er ráð fyrir að viðvörnunin fyrir Austurland gildi til kl. 8 í fyrramálið en á Austfjörðum til kl. 9.

Á Austurlandi verður suðaustan 18-25 m/s, hvassast á fjallvegum þar sem einnig má búast við skafrenningi. Varasamt ferðaveður.

Á Austfjörðum verður suðaustan 13-20 m/s, hvassast til fjalla. Talsverð rigning eða slydda, en snjókoma og skafrenningur á fjallvegum og lítið skyggni þar.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.